31.5.2007 | 20:45
Móti refaveiðum ?
Persónulega er ég ekkert sérstaklega hlynntur enskum refaveiðum. Greyið dýrið á aldrei séns.
Hef svo sem heldur ekkert á móti hundaáti, frekar en lamba/nauta/svína o.s.frv. Þetta er allt sami grauturinn í mínum huga, ég myndi örugglega prufa á snæða hund eða kött þar sem það er viðtekin venja, þó svo ég sleppi því hér heima.
En að leggja sér til munns dýr af hundaætt til að mótmæla drápi á dýri af annarri hundaætt finnst mér svolítið kjánalegt. Kom mér svo sem ekkert á óvart að Yoko Ono skyldi mæta á staðinn. Hef aldrei haft mikið álit á þeirri konu, finnst hún vera sýndarmennskan ein. Væri ekki nær að eyða peningum til hjálparstarfa frekar en að planta einhverjum ljóskastara úti í Viðey ?
Át hund í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 23:56
Góð "helgi"
Fór í útskriftarveislu á fimmtudagskvöldið hjá Ella og Hafdísi.
Elli að útskrifast sem Meistari (kokkur) og Hafdís sem Kreistari (nuddari).
Að vanda var ekki svikist um veitingar og sveikst ég svo sem ekki undan merkjum og gerði dýrindis Ungverskri gúllassúpu og bjór góð skil. Brilliant kvöld í alla staði.
Þar sem Binni (Döddu mann) komst ekki í veisluna (barnapían beilaði) datt mér það snjallræð í hug að færa honum bara súpu og bjór í vinnuna daginn eftir. Það náttúrulega datt engum í hug að ég myndi neyða Ella á fætur morguninn eftir til að dröslast með súpupott og nokkra öllara lengst upp í Mosó. En jú, vakti Ella kl. 10 og um 11 leitið drifum við okkur upp eftir. Binni var ekkert ofboðslega ósáttur. Fínt hádegi.
Laugardagurinn fór svo mest í brúðkaupið hjá Önnu og Halla.
Flott athöfn á Langholtskirkju, Þóra vinkona Önnu og hópur frá Fóstbræðrum létu vel að sér kveða í kirkjunni, meiriháttar flott.
Veislan var svo í Hauka heimilinu í Hafnarfirði.
Ekki mikið sparað í þessarri veislu, svo mikið er víst. Naut og lamb eins og maður gat í sig látið, nú og svo vín og bjór með.
Frábær skemmtiatriði. Gaman að sjá hvað Halli var píndur í steggjunninni hjá vinunum :) Það er ekki hver sem er sem myndi láta bjóða sér að rölta á Speedoo skýlunni eini fata á eftir bíl í gegnum bílaþvottastöð :) Eiríkur (vinur Halla) sýndi vinskapinn í raun og rölti með (einnig bara í Speedoo).
Heilt yfir frábær helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 10:17
Kannski endurnýja ?
Hvernig væri nú bara að fara að yngja upp flokkinn, Guðni, Valgerður og gamla liðið bara að fara að láta sig hverfa frá stjórntaumunum í þessum flokki.
Jóni tókst ekki að hífa flokkinn upp, (svo sem vonlaust verkefni eftir að Halldór var búinn að rústa öllum þeim trúverðugleika sem flokkurinn hafði).
Látið nú yngra liðið taka við, held að formannsslagur milli Valgerðar og Guðna sé alls ekki það sem flokkurinn þarf til að rísa upp úr öskustónni.
Valgerður gefur kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 19:48
Ja hér og hérna !
Vissulega fönguleg stúlka með fallegt bros..............
En "dýr yrði Hafliði allur"...............
Bros Ljótu Betty tryggt fyrir 640 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 16:07
Frétt ?
..........og síðan hvenær er svona lagað talið til frétta ?
Hverjum kemur þetta við nema þeim þremur ?
Minogue ekki með kvæntum manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 16:01
D + S
Mér sýnist svona miðað við fylgið þá beri Geir og Ingibjörgu að ræða saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru þeir flokkar sem fá mest fylgi og greinilegt að flestir landsmenn vija þessa flokka í stjórn.
Hver veit, kannski kemst á besta jafnvægið milli auðlegðar og velferðar með samstarfi þessarra flokka.
Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2007 | 00:40
Vondulaga keppni
Má vera að besta lagið hafi unnið í þetta sinn, barasta veit það ekki, var farið að verkja í eyrun eftir fyrstu tvö.
Fylgdist töluvert með þessarri keppni sem krakki, enda finnst mér keppnin hæfa slíku þroskastigi best............oftast. Það hafa svo sem komið fram áheyrileg lög í gegnum tíðina en fátt um fína drætti síðasta áratug, mestmegnis hið mesta rusl.
Innlenda keppnin finnst mér að mestu vera alveg hræðileg, svona einskonar árshátíð verstu laga- og textahöfunda landsins.
Serbía vann Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 19:46
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ívar Jón Arnarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar