29.5.2007 | 23:56
Góð "helgi"
Fór í útskriftarveislu á fimmtudagskvöldið hjá Ella og Hafdísi.
Elli að útskrifast sem Meistari (kokkur) og Hafdís sem Kreistari (nuddari).
Að vanda var ekki svikist um veitingar og sveikst ég svo sem ekki undan merkjum og gerði dýrindis Ungverskri gúllassúpu og bjór góð skil. Brilliant kvöld í alla staði.
Þar sem Binni (Döddu mann) komst ekki í veisluna (barnapían beilaði) datt mér það snjallræð í hug að færa honum bara súpu og bjór í vinnuna daginn eftir. Það náttúrulega datt engum í hug að ég myndi neyða Ella á fætur morguninn eftir til að dröslast með súpupott og nokkra öllara lengst upp í Mosó. En jú, vakti Ella kl. 10 og um 11 leitið drifum við okkur upp eftir. Binni var ekkert ofboðslega ósáttur. Fínt hádegi.
Laugardagurinn fór svo mest í brúðkaupið hjá Önnu og Halla.
Flott athöfn á Langholtskirkju, Þóra vinkona Önnu og hópur frá Fóstbræðrum létu vel að sér kveða í kirkjunni, meiriháttar flott.
Veislan var svo í Hauka heimilinu í Hafnarfirði.
Ekki mikið sparað í þessarri veislu, svo mikið er víst. Naut og lamb eins og maður gat í sig látið, nú og svo vín og bjór með.
Frábær skemmtiatriði. Gaman að sjá hvað Halli var píndur í steggjunninni hjá vinunum :) Það er ekki hver sem er sem myndi láta bjóða sér að rölta á Speedoo skýlunni eini fata á eftir bíl í gegnum bílaþvottastöð :) Eiríkur (vinur Halla) sýndi vinskapinn í raun og rölti með (einnig bara í Speedoo).
Heilt yfir frábær helgi.
Um bloggið
Ívar Jón Arnarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega skemmtileg helgi hjá þér .. hvað á að gera þá næstu?
Inga (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.