Vikan 30/6 -7/7

Þessi vika var ansi ágæt fyrir nokkurra hluta sakir.

Laugardaginn 30/6

Binni steggjaður.

Byrjuðum á að ná í kauða í vinnuna upp í Mosó. Þaðan lá leiðin niður í Sundhöll Reykjavíkur þar sem kallinn fékk smá leiðsögn í köfun með kafara. Hrekktum hann aðeins með því að köfunarkennarinn var alveg á því að Binni ætti að kafa nakinn,  Binni þurfti nú aðeins að melta það, lögreglan hefði örugglega skorist í leikinn ef það hefði verið ofan á.

Köfunin tóks vel í alla staði, Binni hæst ánægður og rennblautur, og við svona rétt að byrja að bleyta okkur líka (að innan að sjálfsögðu) 

Eftir köfunina var kallinn keyrður upp í Laxnes þar sem hann var settur á bak. Ekki vissu nú allir að Binni er vanur hestamaður, unnið við tamningar og ég veit ekki hvað. Ég og Sveinn ákváðum að fara ekki á bak, Sveinn slappur í baki og svoleiðis.  Greinilegt var að Binni var engan veginn eini steggurinn þennan dag, ýmislegt skrautlegt í gangi hjá hópum sem komu á meðan Binni var á baki.

Nú eftir truntureið var drengurinn dreginn niður í Laugardal, fyrir ofan húsdýragarðinn, þar er þessi lika forláta 30-40m langa klifurgrind. Það var ekkert verið að tvínóna við neitt, drengurinn klæddur úr öllu nema nærum og skóm og bundið fyrir augun. Hann svo látinn ganga smá þrautagöngu. Það má svo sem bæta því við að að svo stöddu voru nú flestir komnir aðeins við skál.  Eitthvað klúður varð með myndbandsupptökuvélina, rafhlaðan búin og engin aukarafhlaða. En....ekki málið......nýjasta tækni í símatækni reddaði málinu, ég tók bara herlegheitin upp á myndasíman minn.

Næst lá leiðin niður á Zegafredo Lækjartorgi, þar var Binna réttur gítar og honum bent á að nú væri tækifærið að meika það í tónlistarbransanum komið, fullur bær af fólki til að auglýsa hæfileikana :)

Nú var farið að halla degi og tími fyrir menn að skipta um föt og sjæna sig til fyrir dýrindis máltíð á Fjalakettinum. Fínasta lambasteik með víni og öllu tilheyrandi. Nú svo er best að þegja bara um restina á kvöldinu (kannski maður segist bara ekkert muna, það er alltaf safe).

 Sunnudagurinn var flestum frekar erfiður, þrátt fyrir að um væri að ræða menn í besta formi :P

Frá mánudegi alveg til laugardags vorum við Sveinn og Elli að baxa við að klippa vídeóin saman og setja inn einhverja effekta, verð nú að segja að þar toppuðu Sveinn og Elli mig, enda er ég alrómaður klaufi þegar kemur að hverskonar tölvuvinnu, kallið mig bara leikstjóra, veit hvernig allt á að vera, veit bara ekkert hvernig á að fara að því :)

Laugardagur 7/7

Brúðkaup Döddu og Binna

Bæði athöfnin og veislan fór fram á sama stað, á Sveinsstöðum við Elliðavatn. Brúðhjónin stórglæsileg, hún í hnésíðum fallegum hvítum kjól, hann í Vegas stæl hvítum jakkafötum í fagurbleikri skyrtu, mega flott.

Maturinn æði, Ingó búinn að vera grilla heilt lamb á teini í nokkra klukkutíma fyrir veisluna, Elli og Boggi með sitthvora dýrindis súpuna og Helga fósturmóðir Döddu bakaði brauðið. Bara helv.........flott.

Ég veit ekki hvað er hægt svosem að segja um veisluna annað en að þetta var partý ársins, enda svo sem ekki við öðru að búast. Margrómað gleðifólk um allar sveitir. 

        
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega frábær helgi hjá þér! Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn .. vonandi verður eins gaman hjá mér!

Inga Steinunn (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ívar Jón Arnarson

Höfundur

Ívar Jón Arnarson
Ívar Jón Arnarson
Höfundur hefur áhuga á ýmsustu viðfangsefnum.  Bara nefna það, hef örugglega skoðun á því.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband